Starfsmenn Íþróttamiðstöðvar leitast við að veita viðskiptavinum, nemendum, iðkendum og öðrum hópum sem koma í íþróttamannvirki (Íþróttamiðstöð, Herjólfshöll og Týsheimili) undir stjórn Vestmannaeyjabæjar frábæra þjónustu í hreinu og snyrtilegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á öryggi og hreinlæti.
Starfshlutfall: 50% - 55%
Vinnufyrirkomulag: Vaktavinna, virka daga, á kvöldin og um helgar
Ráðningartímabil: 1. september – 31. maí með möguleika á áframhaldandi starfi.
Helstu verkefni :
• Þjónusta við viðskiptavini, þrif, eftirlit, sundlaugargæsla og önnur tilfallandi verkefni samkvæmt starfslýsingu.
• Unnið er í vaktarúllum og eru verkefni/störf misjöfn á milli vakta skv. vaktarúllu undir stjórn yfirmanns eða skv. nánari verklýsingu.
• Þrif á Íþróttasal
Hæfniskröfur:
• Krafa um gilt hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum. Möguleiki er að sækja námskeið við upphaf starfs.
• Gerð er krafa um heilbrigðisvottorð skv. reglum um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar.
• Hreint sakavottorð skv. æskulýðslögum nr. 70/2007.
• Gerð er krafa um ríka þjónustulund og samskiptahæfileika.
• Samviskusemi, stundvísi og frumkvæði í starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Stavey eða Drífandi
Upplýsingar um starfið veitir Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður, í síma 488 2401/866 7464 eða í gegnum tölvupóst á netfangið gretar@vestmannaeyjar.is
Vestmannaeyjabær hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.
Umsóknir og ferilskrár skulu sendar með tölvupósti á netfangið gretar@vestmannaeyjar.is og merkja „sundlaugavörður/starfsmaður í Íþróttamiðstöð“. Einnig er hægt að skila umsóknum til bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er 15. ágúst nk.
