Félagsleg liðveisla
Óskum eftir fólki í sumarstörf með börnum og unglingum, tilvalin störf fyrir námsmenn. Einnig óskum við eftir fólki í hlutastörf til lengri tíma með unglingum og fullorðnum.
Félagsleg liðveisla er gefandi starf sem felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Störf í félagslegri liðveislu geta hentað fólki á öllum aldri. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyja (STAVEY).
Stuðningsfjölskyldur - 3 sólarhringar í mánuði.
Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka fatlað barn í umsjá sína í skamman tíma í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess. Um er að ræða verktakagreiðslur.
Umsóknareyðublöð má nálgast í afgreiðslu Ráðhússins eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, vestmannaeyjar.is, undir auglýsingar og umsóknir. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2008. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Frekari upplýsingar um félagslega liðveislu gefur Jóhanna Hauksdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi í síma 488-2000.
Frekari upplýsingar um stuðningsfjölskyldur gefur Guðbjörg Guðmundsdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi í síma 488-2000.