Þeir aðilar sem áhuga hafa á því að reka almennt sumarúrræði fyrir börn á umræddum aldri geta sótt um styrk til Vestmannaeyjabæjar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Skilyrði fyrir styrk er:
- · Fjöldi barna á námskeiði sé ekki undir 10-12 börn
- · Námskeiðstímabilið fari ekki undir 6 vikur
- · Að gætt sé þess að fjöldi starfsmanna sé nægilegur
- · Að alls öryggis sé gætt
- · Að farið sé eftir ákvæðum æskulýðslaga nr. 70/2007
- · Að börn með sérþarfir hafi kost á þjónustunni til jafns á við aðra
Framlag Vestmannaeyjabæjar markast af fjárhagsáætlun 2014 og fjölda umsókna.
Umsóknum ásamt nánari upplýsingum um fyrirkomulag, skipulag og stjórnun skal skila til Jóns Péturssonar framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, Ráðhúsinu 900 Vestmannaeyjar í síðasta lagi 4. apríl nk.