Fara í efni
14.01.2021 Fréttir

Sumarlokun leikskóla sumarið 2021

Starfshópur sem fræðsluráð skipaði á 338. fundi fræðsluráðs þann 16. desember til að vinna tillögu að fyrirkomulagi sumarlokunar og sumarleyfis fyrir sumarið 2021 leggur eftirfarandi til:

Deildu

Leikskólarnir verði lokaðir frá 12.-30. júlí og að foreldrar/forráðamenn velji tvær vikur að auki þannig að sumarleyfi barns verði fimm vikur samfellt. Þá er lagt til að dagana 26.-29. júlí verði í boði heilsdagsgæsla.
Ráðið samþykkir tillögur starfshóps. Framkvæmdastjóra sviðs er falið að sjá til þess að aukinn kostnaður vegna heilsdagsgæslu rúmist innan fjárhagsáætlunar komi hann til.