Einarsstofa kl. 13.00
Nemendur Bjarteyjar Gylfadóttur í myndlistarvali Grunnskóla Vestmannaeyja í 8.-10. bekk sýna lokaverkefni sín í Einarsstofu 19. apríl – 3. maí. Sýningin mun opna sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl, klukkan 13.00. Í lokaverkefnum velja nemendur sér viðfangsefni að eigin vali og læra að útfæra það á skapandi hátt.
Vestmannaeyjabær býður bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt á öll söfn bæjarins í tilefni sumardagsins fyrsta. Opið í Sagnheimum og Sæheimum frá 13.00-16.00 og í Eldheimum frá 13.00-17.00. Opið er í sundlauginni frá 09.00-17.00.
Vestmannaeyjabær óskar bæjarbúum gleðilegs sumars!??