Fara í efni
18.04.2017 Fréttir

Sumardagurinn fyrsti 2017

Hér má sjá dagskrá sumardagsins fyrsta.
Deildu
Sumardagurinn fyrsti 2017 Einarsstofa kl. 11.00 Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög. Sigurvegarar upplestrarkeppninnar, lesa vel valin textabrot. Tilkynnt um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2017. Einarsstofa kl. 13.00-16.00 Biblíusýning Hins íslenska biblíufélags á veggjum. Viska, Strandvegur 50 kl. 13.00-14.30 Æskan í leik og starfi. Í samstarfi Ljósmyndasafns Vestmannaeyja og Visku verður boðið upp á ljósmyndadag Sigurgeirs í Skuld. Að þessu sinni verður um að ræða 200 rúllandi ljósmyndir á stóru tjaldi í Viskusalnum á jarðhæð Strandvegs 50. Boðið verður upp á kaffi um miðbik sýningar. Efnið er að þessu sinni tileinkað æskufólki úr Eyjum og eru ljósmyndirnar teknar að mestu á árunum 1960-1980. Vestmannaeyjabær býður bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt á öll söfn bæjarins í tilefni sumardagsins fyrsta. Opið í Sagnheimum og Sæheimum frá 13.00-16.00 og í Eldheimum frá 13.00-17.00. Opið er í sundlauginni frá 09.00-17.00. Vestmannaeyjabær óskar bæjarbúum gleðilegs sumars!