Fara í efni
19.04.2022 Fréttir

Sumardagurinn fyrsti

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 útnefndur. Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima.

Deildu

 Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 útnefndur

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2022 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 21. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið.

Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög.

Krakkar úr 8. bekk Grunnskólans í Vestmannaeyjum sem tóku þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var á Hellu í fyrra lesa ljóð.

Allir velkomnir!


Sumardagurinn fyrsti

Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima.

Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 13:00-16:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-17:00.

Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00.

Gleðilegt sumar!