· Starfsmaður sé fastráðinn og í minnst 50% starfshlutfalli (fastráðinn starfsmaður í minna en 50% starfshlutfalli fær allt að helming styrkfjárhæðarinnar).Starfsmaður hafi unnið samfellt hjá Vestmannaeyjabæ í 3 mánuði eða meira.
· Starfsmaður að stunda hreyfingu hjá viðurkenndum aðila (svo sem líkamsræktarstöð, íþróttafélagi eða sundlaug). Búnaður er ekki styrktur.
· Starfsmaður skili inn greiðslukvittun með útfylltri umsókn.
· Umsókn fyrir árið á undan sé skilað inn í síðasta lagi fyrir 1. febrúar.
Einungis er greitt fyrir líkamsrækt sem starfsmaður einn getur nýtt sér.
Umsókn um styrk til líkamsræktar er skilað til forstöðumanns/yfirmanns vinnustaðar sem kannar hvort starfsmaður uppfylli áður nefnd skilyrði. Uppfylli starfsmaður öll skilyrðin kemur yfirmaður umsókninni til fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar sem greiðir styrkinn út.