HÚSAFRIÐUNARNEFND RÍKISINS auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs 2007, vegna endurbóta á friðuðum eða varðveisluverðum húsum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna:
undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar.
framkvæmda til viðhalds og endurbóta. Ennfremur eru veittir styrkir til húsakannanna, byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra.
Styrkveitingin er háð því að farið sé eftir þeim upplýsingum, áætlunum, hönnuðum og iðnmeisturum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins samþykkir.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desember 2006 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík, á rafrænum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Húsafriðunarnefndar.