Okkur finnst skipta máli að auglýsingin nái athygli sem flestra sveitarfélaga og íbúa þeirra.
Þannig tryggjum við best jafna og réttláta dreifingu styrkja úr sjóðinum.
Okkur langar því til að hvetja þau sveitarfélög sem hafa eigin vefsíður að birta á sínum síðum tilkynningu um að opnað hafi verið fyrir umsóknir um styrki.
Setja má hlekk inn á auglýsinguna á vefsíðu Minjastofunar Íslands, sem er hér: http://www.minjastofnun.is/um-stofnunina/frettir/nr/1211
Auglýsingin er einnig meðfylgjandi í pdf skjali fyrir þá sem vilja setja hana inn á síðuna hjá sér.
Allir hafa rétt til að sækja um styrki í sjóðinn, sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og aðrir lögaðilar.
Hlutverk húsafriðunarsjóðs er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja sem hafa menningarsögulegt gildi.
Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum.
Sjóðurinn veitir styrki til:
Viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.
Viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
Byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja og miðlun upplýsinga um þær.
Með kveðju,
Minjastofnun Íslands