Frumkvöðlar, fyrirtæki í Eyjum og kvenfólk athugið
Nú um þessar mundir eru fjölmargir aðilar að auglýsa eftir umsóknum um styrki.
Um það hefur verið rætt að Vestmannaeyingar hafi ekki fengið sinn skerf af úthlutunum sem í boði eru.
Einn þeirra aðila sem auglýsir nú er Impra sem hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun á Íslandi og styðja lítil og meðalstór fyrirtæki. Þann 13. febrúar n.k. rennur út umsóknarfrestur fyrir verkefnið Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum - Árangur í verki. Verkefnið hefur það að markmiði að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni í öllum atvinnugreinum til að byggja upp þekkingu og færni í nýsköpun og markaðssókn. Nánari umfjöllun um verkefnið má finna á http://www.iti.is//birta_vidburd.asp?id=960&CID=44 .
Impra auglýsir einnig styrki fyrir frumkvöðla Úthlutun Frumkvöðlastuðnings fer fram þrisvar sinnum á þessu ári og er umsóknarfrestur auglýstur í hvert sinn. Fyrsti umsóknarfrestur ársins rennur út 16. febrúar, síðan er gert ráð fyrir að úthlutað verði úr Frumkvöðlastuðningi í maí og október 2004. Styrkir eru veittir til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni og getur stuðningur við frumkvöðul numið allt að 400 þús. kr. gegn jafnháu framlagi styrkþega. Sjá nánar á http://www.iti.is//page.asp?Id=781
Atvinnumál kvenna
Annar áhugaverður sjóður er Atvinnuleysistryggingasjóður sem veitir styrki til atvinnumála kvenna. Tilgangur þess sjóðs er einkum:
- Vinnumarkaðsaðgerðir til að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna
- Viðhalda byggð um landið
- Auðvelda aðgang kvenna að fjármagni
- Auka fjölbreytni í atvinnulífi
http://www.vinnumalastofnun.is/atvinnumal_kvenna/
Dæmi um verkefni sem hafa hlotið styrki má finna á
http://www.vinnumalastofnun.is//page1.asp?id=886
Hvetjum Eyjamenn til dáða til þess að gera vandaðar umsóknir og nýta þau tækifæri sem eru í boði.
Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar