Vakin er athygli á því að fundargerðir stýrihóps vegna undirbúnings að aldursskiptingu grunnskólans eru komnar á netið og má finna þær á heimasíðu bæjarins undir FUNDARGERÐIR hér að neðan. Verða fundargerðirnar birtar jafnskjótt og frekast er unnt á vefslóðinni http://www.xtreme.is/vestmannaeyjar.is/?p=200&nid=41.
Er þess vænst að efni fundargerðanna höfði til allra en einkum til starfsmanna grunnskólans og foreldra skólabarna. Eins og sjá má í fundargerðunum hafa fjölmargar hugmyndir borist, frá starfsmönnum og foreldrum, og hefur verið leitast við að taka tillit til þessara ábendinga og hugmynda í vinnu stýrihópsins. Skólamál eru í sífelldri þróun og er mikilvægt að fram fari opin umræða og að ákvarðanir verði teknar á lýðræðislegan hátt með þátttöku sem flestra. Stýrihópurinn mun hafa þetta að leiðarljósi í vinnu sinni.
Stýrihópur vegna undirbúnings aldursskiptingar Grunnskóla Vestmannaeyja.