Fara í efni
11.02.2021 Fréttir

Stuðningsþjónusta Vestmannaeyjabæjar

Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun.

Deildu

Stuðningsþjónusta skal stefna að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi.

Undir stuðningsþjónustu falla þau verkefni sem áður tilheyrðu félagslegri heimaþjónustu og liðveislu. Hjá stuðningsþjónustunni vinna 13 starfsmenn í 7,3 stöðugildum og helstu verkefni þeirra eru, almenn heimaþjónusta, aðstoð við eigin umsjá, innlit og samvera, aðstoð við innkaup og heimsendur matur.

Kvöld og helgarþjónusta hefur verið starfrækt síðan 2019 og eru að jafnaði tveir starfsmenn sem skipta því á milli sín. Helstu verkefni þeirra eru félagsleg innlit, aðstoð á mátartímum, aðstoð við að klæðast og hátta.

Starfsmenn stuðningsþjónustu sjá um daglega aðstoð við 8 þjónustuþega sem búa í þjónustuíbúðum í Eyjahrauni .

Þjónustuþegar stuðningsþjónustu árið 2020 voru 122. Nýjir þjónustuþegar voru 23 samtals .

Árið 2020 hefur verið ansi frábrugðið öðrum árum hjá stuðningsþjónustunni vegna Covid-19 veirunar, Passað er vel upp á smitvarnir og hefur starfsfólk náð að sinna allri þjónustu með einlægni og alúð.

Í byrjun ársins hætti eldhús Hraunbúða að sjá um heimsendan mat til þjónustuþega og stofnana Vestmannaeyjabæjar. SB Heilsa ehf tók við þessari þjónustu. Á milli 50 til 70 matarskammtar eru keyrðir út flesta daga ársins. Allar umsóknir og utanumhald er á höndum deildarstjóra stuðningsþjónustu og hægt er að hafa samband í síma 488-2607 eða heimsending@vestmannaeyjar.is