Stuðningsfulltrúi í Hamarsskóla og Frístundaver 90% - 100% starfshlutfall
Viðkomandi þarf að hafa áhuga og reynslu á að vinna með börnum.
Stuðningsfulltrúi tekur þátt í uppeldis- og umsjónarstarfi og öðrum þeim störfum sem fram fara innan skólans. Stuðningsfulltrúi er kennara og sérkennara til aðstoðar við að sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.
Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúin í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.
Starfsmaður þarf helst að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitia Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri í síma 488 2202 eða á annaros@grv.is og Anton Örn Björnsson á anton@vestmannaeyjar.is
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið. Hreint sakavottorð er skilyrði.
Launakjör eru greidd samkvæmt kjarasamningi SÍS og Stavey.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.
Umsóknir skulu berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða með tölvupósti á annaros@grv.is
Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk.
