Fara í efni
15.12.2025 Fréttir

Strandvegur 44 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi Hafnarsvæðis H-1 Vestmannaeyjum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 25. nóvember 2025 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulag Hafnarsvæðis H-1 og Miðsvæðis M-1 norðan Strandvegar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Strandveg 44. 
Tillaga að breyttu deiliskipulagi er auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 

Deildu

Tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna uppbyggingar við Strandveg 44 var áður auglýst á tímabilinu 16. apríl - 28. maí 2025. Að auglýsingu lokinni lagði umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fram fyrirmæli um breytingar á deiliskipulagtillögunni og er tillaga að breyttu deiliskipulagi nú auglýst á nýjan leik skv. viðbrögðum ráðsins.

Tillagan felur í sér að núverandi bygging verði rifin og þess í stað reist nýbygging á fjórum hæðum ásamt bílakjallara með allt að 14 stæðum. Fjórða hæð er inndregin til suðurs og norðurs skv. uppdrætti.

Hlutverk jarðhæðar mun vera þjónustutengdur atvinnurekstur og mun að hluta rýma ramp að bílakjallara en núverandi bensínstöð er víkjandi. Á annarri til fjórðu hæð verða íbúðir og mun bílakjallari þjóna íbúðum með innkeyrslu frá Skólavegi.

Áætlaður fjöldi íbúða er 12-14. Gert er ráð fyrir bílastæðum í bílakjallara og á lóð auk samnýtingu almennra bílastæða á miðsvæði. Stærð byggingarreitar eykst frá 56 m2 í 466 m2 og heildar byggingarmagn ofanjarðar verður 1690 m2

Breyting þessi mun hafa jákvæð áhrif á heildarásýnd svæðisins þar útlit á Strandvegi 44 mun eftir breytinguna vera í betra samræmi við nálægar byggingar. Einnig mun öryggi gangandi vegfarenda aukast en gert er ráð fyrir gangstétt  sunnan við húsið. 

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 1666/2025

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar eigi síðar en 26. janúar 2026.