Stóri plokkdagurinn verður haldin á degi umhverfissins 25. apríl næstkomandi. Vestmannaeyjabær hvetur einstaklinga, vini, fjölskyldur, vinnustaði og félagasamtök til að taka þátt í þessu verkefni sem verður yfir helgina.
Áhaldahúsið er lokað en það verður sett pokarúlla fyrir utan húsið þannig að fólk geti sótt sér poka. Ef þið tínið mikið af rusli og viljið ekki burðast með það er hægt að skilja eftir poka í vegkanti á áberandi stöðum og mun starfsfólk frá Vestmannaeyjabæ fara á mánudaginn og hirða það upp. Einnig er hægt að láta vita hvar pokar voru skildir eftir í síma 488 2500 á mánudaginn.
Fólk er hvatt til að dreifa sér um eyjuna, jafnvel að plokka í hverfinu sínu, en hlíðar Eldfells og vestari hluti nýja hraunsins eru þó sérlega aðkallandi.
Á Facebook síðu hópsins Eyjaplokk er einnig hægt að setja inn skilaboð um hvaða svæði þið ætlið að plokka og birta myndir af góðum verkum.
Eyjaplokk / Poki af rusli
Innblástur og hugmyndir fyrir stóra plokkdaginn!
PLOKKUM Í SAMKOMUBANNI
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Frábært fyrir umhverfið
- Öðrum góð fyrirmynd
- Hver á sínum hraða og tíma
