Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja
auglýsir störf á Skóladagheimilinu
Laus er 60 % staða umsjónarmanns og tvær 50% stöður aðstoðarmanna á Skóladagheimilinu sem starfrækt verður í Hamarsskóla næsta vetur. Ráðningartíminn er 15. ágúst 2006 til 15. júní 2007 og er vinnutíminn aðallega eftir hádegi alla virka daga skólaársins. Uppeldismenntun eða reynsla af uppeldisstörfum æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum STAVEY og Vestmannaeyjabæjar. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2006.
Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða í þjónustuveri Ráðhússins og skilist til Fanneyjar Ásgeirsdóttur skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja, fanney@vestmannaeyjar.is eða til Ernu Jóhannesdóttur fræðslufulltrúa, erna@vestmannaeyjar.is
Umsóknir um SkóladagheimilisvistSkóladagheimilið tekur til starfa í haust um leið og skólarnir byrja og verður opið alla virka daga skólaársins frá því að skóla lýkur og fram til klukkan 17. Vistunargjöld eru kr. 8000.- á mánuði. Foreldrar ráða hversu mikinn hluta af opnunartímanum þeir nýta sér. Innifalið í gjaldinu er síðdegishressing og akstur frá starfsstöð Grunnskóla Vestmannaeyja í Barnaskólanum að starfsstöðinni í Hamarsskóla.
Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða í þjónustuveri Ráðhússins og skilist í þjónustuverið eða í afgreiðslur Grunnskóla Vestmannaeyja.
Umsónareyðublað um skóladagheimilisvist
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja