Fara í efni
14.04.2008 Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin 2007-2008

7. bekkir Grunnskóla Vestmannaeyja, kennarar þeirra og skólastjóri lögðu land undir fót og fóru til Þorlákshafnar sl. fimmtudag til að taka þ
Deildu

7. bekkir Grunnskóla Vestmannaeyja, kennarar þeirra og skólastjóri lögðu land undir fót og fóru til Þorlákshafnar s.l. fimmtudag til að taka þátt í lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar. Þar öttu 8 nemendanna kappi við nemendur úr Grunnskóla Þorlákshafnar. Lesið var upp úr sögunni um Nonna og Manna. Einnig lásu nemendur tvö ljóð, annað að eigin vali og hitt eftir Stein Steinar.

Úrslit urðu þau að Birta Marinósdóttir úr 7.DB vann til verðlauna í 3. sæti. Tvær stúlkur úr Þorlákshöfn hlutu 1. og 2. verðlaun, þær Ólöf Björk Sigurðardóttir og Kristrún Gestsdóttir.

Allir upplesararnir fengu bókagjöf frá Röddum, félagi móðurmálskennara ásamt viðurkenningarskjali. Nemendurnir í þremur efstu sætunum hlutu vegleg peningaverðlaun frá Sparisjóðunum á Íslandi.

Grunnskóli Þorlákshafnar bauð gestum sínum í hádegismat. Síðan var boðið upp á skoðunarferð um Þorlákshöfn og endað á diskóteki áður en haldið var heim á leið með Herjólfi.

Nemendur Grunnskóla Vestmannaeyja stóðu sig með prýði í þessari ferð og óhætt er að óska foreldrum þeirra og kennurum til hamingju með vel heppnaða ferð og góðan árangur.

Erna Jóhannesdóttir

fræðslufulltrúi