Fara í efni
05.04.2005 Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin.

Sýnum unga fólkinu áhuga. Komum og hlustum á upplestur nemenda í 7. bekkjum grunnskólanna.  Nemendur úr Tónlistarskólanum spila nokkur lög. Lokahátíð  Stóru  upplestrarkeppninnar  í Vestmannaeyjum&n
Deildu

Sýnum unga fólkinu áhuga. Komum og hlustum á upplestur nemenda í 7. bekkjum grunnskólanna.  Nemendur úr Tónlistarskólanum spila nokkur lög.

Lokahátíð  Stóru  upplestrarkeppninnar  í Vestmannaeyjum  árið 2005 verður haldin í Félagsheimilinu við Heiðarveg mánudaginn 11. apríl klukkan 15:30.  Að þessu sinni er lesið upp úr verkum Guðrúnar Helgadóttur og Jóhannesar úr Kötlum og einnig velja keppendur sér texta.

Nemendur 7. bekkja í grunnskólunum  í Eyjum hafa unnið að undirbúningi  lokahátíðarinnar  frá því í haust.  Þeir hafa æft upplestur undir stjórn kennara sinna og  munu sex nemendur úr hvorum skóla taka þátt í lokahátíðinni.  Þeir  munu lesa upp úr verkum þekktra íslenskra  höfunda, bæði bókmenntatexta og ljóð.  Sérstök dómnefnd er skipuð og fer Baldur Sigurðsson frá Reykjavík, sem er yfirumsjónarmaður Stóru upplestrarkeppninnar fyrir henni.

Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að fjölmenna  á lokahátíðina, því  hér er um að ræða ánægjulegan viðburð þar sem ungt fólk kemur fram  og sýnir á sér sínar bestu hliðar í framkomu, upplestri og framsögn. 

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.