Fara í efni
26.02.2004 Fréttir

Stelpurnar okkar!

Ólöf A. Elíasdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi  Laugardaginn 21. febrúar 2004 tók  ég þátt í  ráðstefnunni Stelpurnar okkar! sem var  ha
Deildu

Ólöf A. Elíasdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi 

Laugardaginn 21. febrúar 2004 tók  ég þátt í  ráðstefnunni Stelpurnar okkar! sem var  haldin á Grand Hótel í Reykjavík.  Ráðstefnan var á vegum  Kennaraháskóla Íslands og Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands.

Ráðstefnan var um íþróttaumhverfi stúlkna á Íslandi og þætti sem hafa áhrif á íþróttaþátttöku.  Í fyrirlestrunum var fjallað um stöðuna eins og hún er í dag og varpað fram hugmyndum um hvað hægt væri að gera enn betur.

Fjallað var um þetta efni út frá.

  1. Heimilinu - hvatning fjölskyldunnar
  2. Skólinn - íþróttakennsla í grunnskólum og viðhorfamótun nemenda.
  3. Íþróttafélagið - jafnir möguleikar til íþróttaiðkunar. 
  4. Fjölmiðlar - fjölmiðlar og kvennaíþróttir.

 Einnig fengum við fyrirlestur um sjálfsmynd stúlkna og íþróttaiðkunar, eru skólaíþróttatímar fyrir allar stelpur og stráka ?  Einnig fyrirlestur um eru snjóbretti bara fyrir töff stráka ?

Í lokin voru umræðuhópar þar sem var fjallað um, hvernig framtíð við viljum búa stelpunum okkar ?  Þá út frá heimili, skóla, íþróttafélaginu, fjölmiðlum, afreksíþróttum og sjálfsmyndinni.

Niðurstöður úr umræðuhópunum munu birtast á isisport.is.

Það kom ýmislegt fróðlegt fram á ráðstefnunni eins og t.d. að umfjöllun um kvennaíþróttir er um 8 -10 % af allri umfjöllun í dagblöðum og sjónvarpi.

Það kom mjög sterkt fram hvað heimilið skiptir miklu máli í allri hvatningu.  Það voru flestir sammála um það að foreldrar eru yfirleitt duglegri að hvetja strákana sína en stelpurnar sem þurfa samt meiri hvatningu en strákarnir.  Einnig kom fram að þar sem samkennsla fer fram í skólaíþróttum fá strákarnir yfirleitt mestu athyglina.

Niðurstaðan á ráðstefnunni var sú að margt hefur áunnist á síðustu árum en það þarf að gera enn betur og verðum við að halda áfram þeirri vinnu sem er búin að vera í gangi.  

Ólöf A. Elíasdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.