Almennur stefnumótunarfundur um nýja skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar verður haldinn í sal Barnaskólans í kvöld þriðjudaginn 7. febrúar klukkan 20 - 22. Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri stjórnar fundinum. Gögnin er hægt að nálgast hér: og í afgreiðslu Ráðhússins.
Bæjarbúar, jafnt eldri sem yngri, eru hvattir til að koma á fundinn og hafa áhrif á framtíðar skóla- og æskulýðsstefnu bæjarins. Á fundinum er hægt að koma á framfæri skriflegum athugasemdum og breytingartillögum. Ungmenni bæjarfélagsins eru sérstaklega hvött til að koma á fundinn og tjá skoðanir sínar um hina nýju skóla- og æskulýðsstefnu
Nánari upplýsingar fást hjá fræðslu- og menningarsviði Vestmannaeyja.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar