Fara í efni
30.09.2005 Fréttir

Stefna tekin í forvarnarmálum í Eyjum

Fyrsti fundur með Vertu til í Vestmannaeyjum var haldinn í Höllinni mánudaginn 26. september sl. Tæplega þrjátíu manns frá ólíkum stofnunum og hagsmunaaðilum sem vinn
Deildu

Fyrsti fundur með Vertu til í Vestmannaeyjum var haldinn í Höllinni mánudaginn 26. september sl. Tæplega þrjátíu manns frá ólíkum stofnunum og hagsmunaaðilum sem vinna með forvarnir í Eyjum mættu. Stjórnendur fundarins voru þau Svandís Nína Jónsdóttir verkefnastjóri Vertu til og Þröstur Olaf Sigurjónsson aðjunkt frá Háskólanum í Reykjavík. Þetta er fyrsti fundur af þremur í þeim tilgangi að marka stefnu í forvarnarmálum sveitarfélagsins. Að undangengnum stuttum innleggjum frá Svandísi um mikilvægi forvarnarstefna og Þrastar Olafs um stefnumótunarvinnu var farið í hópavinnu þar sem staða ungs fólks í Eyjum var krufið. Margar gagnlegar upplýsingar komu fram hjá hópunum m.a. um einkenni barna í Eyjum sem gengur ekki vel í skóla, krakkar án baklands (festu, reglu ..), barna 16-18 ára sem ekki eru í skóla eða vinnu o.s.frv. Hóparnir ræddu einnig framtíðarsýn okkar í Eyjum þ.e. hvernig viljum við sjá stöðu barna í Eyjum í framtíðinni og hvaða skyndisigrum viljum við ná á næstu árum.

Almenn ánægja var hjá þátttakendum á fundinum og trú á að þetta samstarf skili gagnlegri vinnu í mótun sameiginlegrar stefnu og áherslum í starfinu. Ákveðið var að flýta þessu starfi eins og kostur er. Næsti fundur mun leggja áherslu á að ræða verkefni hinna ýmsu hópa/hagsmunaaðila sem koma að forvörnum í Eyjum. Síðasti fundurinn fer síðan í að ræða skipulag og samþættingu, framtíðarsýn og stefnur, markmið og mælikvarða á árangri og verkefni til skemmri og lengri tíma.

Jón Pétursson sálfræðingur

félags- og fjölskyldusviðs