Fara í efni
30.08.2021 Fréttir

Atvinna í boði

Frístundaverið óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinenda í eftirskólaúrræði fyrir nemendur með fatlanir/raskanir.

Einnig er óskað eftir starfsmanni í tilfallandi afleysingar á Frístund í Hamarsskóla.

Deildu

Frístundaleiðbeinandi – eftirskóla úrræði

Óskað er eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í 30-40% stöðu. Vinnutími er frá því að skóla lýkur til kl.15:00/15:30. Starfsstöð er Barnaskóli.

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun miðast við tímavinnu og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey

Helstu verkefni

· Vinna með börnum

· Almenn umönun barna


Starfsmaður í tilfallandi afleysingar

Frístundaverið í Hamarsskóla óskar eftir því að ráða starfsmenn í tilfallandi afleysingar. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum.

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun miðast við tímavinnu og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey.

Helstu verkefni

· Vinna með börnum

· Almenn umönun barna


Umsóknarfrestur fyrir öll störfin er til og með 10. september næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsækjandi þarf að hafa náð 18. ára aldri.

Umsókn sendist á anton@vestmannaeyjar.is merkt viðkomandi starfi sem sótt er um. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og rökstuðningur af hverju viðkomandi sækist eftir starfinu.

Vestmannaeyjabær hvetur konur jafnt sem karlmenn að sækja um starfið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá forstöðumanni Antoni Erni Björnssyni í síma
481 2964 / 868 8769 eða í tölvupósti anton@vestmannaeyjar.is