Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsmanni í akstursþjónustu við fatlaða og aldraða sem og verkefnum tengdum Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja. Um er að ræða 100% starf, tímabundið í eitt ár, með hugsanlegri framlegningu. Starfsstöð er í Þjónustumiðstöð og næsti yfirmaður er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. Hæfniskröfur: Aukin ökuréttindi til aksturs hópbifreiða. Lipurð og góð hæfni í mannlegum samskiptum. Meðmæli óskast sem og sakavottorð. Laun eru skv. kjarasamningi STAVEY. Umsókn skal skila í þjónustuver bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsinu við Ráðhúströð fyrir 1. febrúar 2013. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs í síma 488 2000.
18.01.2013