- Sækja skal um starfslaunin til menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar. Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum.
- Listamaður skal í umsókn sinni til menningarmálanefndar gera grein fyrir því, sem hann hyggst vinna að. Hann skal einnig gera grein fyrir því hvenær hann ætli að vinna að verkum sínum.
- Auglýst er í mars mánuði eftir umsóknum um starfslaun, með umsóknarfresti til 20. mars. Menningarmálanefnd velur úr framkomnum umsóknum og úthlutar á Sumardaginn fyrsta að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar.
Umsóknum skal skila til Menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjum fyrir 20. mars n.k. og skulu þær vera í samræmi við framangreindar reglur.
Reglurnar í heild er hægt að fá afhentar á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu eða lesa hérna fyrir neðan.
Sigríður Bjarnadóttir formaður menningamálanefndar
REGLUR UM STARFSLAUN BÆJARLISTAMANNS
1. gr.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja tekur ákvörðun um að úthluta starfslaunum til bæjarlistamanns við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ár hvert og ákveður upphæð þeirra.
Menningarmálanefnd Vestmannaeyjabæjar velur listamennina, sem starfslaun hljóta hverju sinni.
2. gr.
Ákveði bæjarstjórn að úthluta starfslaunum gilda eftirfarandi reglur:
- Starfslaun geta verið föst greiðsla samkvæmt samkomulagi eða ákveðið hlutfall af mánaðarlaunum og skal fjárhæð þeirra þá fylgja launaflokki 79, þrepi 4 í -kjarasamningi STAVEY og Vestmannaeyjabæjar. Heimilt er að skipta fjárhæðinni, þó ekki milli fleiri en þriggja listamanna. Starfslaun eru greidd án orlofsgreiðslu eða annarra launatengdra gjalda. Starfslaun skulu greidd mánaðarlega hjá bæjargjaldkera eða sem verktakagreiðslur.
- Sækja skal um starfslaunin til menningarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar. Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum.
- Listamaður skal í umsókn sinni til menningarmálanefndar gera grein fyrir því, sem hann hyggst vinna að. Hann skal einnig gera grein fyrir því hvenær hann ætli að vinna að verkum sínum.
- Auglýst er í mars mánuði eftir umsóknum um starfslaun, með umsóknarfresti til 20. mars. Menningarmálanefnd velur úr framkomnum umsóknum og úthlutar á Sumardaginn fyrsta að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar.
3. gr.
Að loknu starfstímabili skal bæjarlistamaðurinn gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð til menningarmálanefndar, sýningu, flutningi eða upplestri á verki í frumflutningi eða frumbirtingu, allt eftir nánara samkomulagi við menningarmálanefnd hverju sinni.
Ekki er gert ráð fyrir sérstakri greiðslu til listamanns fyrir flutning eða sýningu verks skv. framangreindu en listamaður heldur höfundarrétti sínum óskertum.
4. gr.
Reglur þessar tóku gildi við samþykkt þeirra í bæjarstjórn, 8. febrúar 2001.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs