Fara í efni
28.03.2006 Fréttir

Starfslaun bæjarlistamanns

Umsóknarfrestur rennur út næstkomandi föstudag 30. mars.Menningar- og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um starfslaun fyrir bæjarlistamann árið 2006. Í gildandi reglum um úthlutun sta
Deildu

Umsóknarfrestur rennur út næstkomandi föstudag 30. mars.

Menningar- og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um starfslaun fyrir bæjarlistamann árið 2006. Í gildandi reglum um úthlutun starfslaunanna segir m.a.:

  • Sækja skal um starfslaunin til MTV. Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum.
  • Listamaður skal í umsókn sinni til MTV gera grein fyrir því sem hann hyggst vinna að. Hann skal einnig gera grein fyrir því hvenær hann ætli að vinna að verkum sínum.
  • Auglýst er í marsmánuði eftir umsóknum um starfslaun, með umsóknarfresti til 20. mars. MTV velur úr framkomnum umsóknum og úthlutar á sumardaginn fyrsta, að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar. Viðkomandi hlýtur titilinn "Bæjarlistamaður Vestmannaeyja? fyrir úthlutunarárið.

MTV getur einnig tilnefnt einstaklinga/hópa til starfslauna. Engan má þó tilnefna án samþykkis hans sjálfs.

Umsóknum skal skila til menningar- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjum fyrir 30. mars n.k. og skulu þær vera í samræmi við framangreindar reglur.

Reglurnar í heild er hægt að nálgast á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar (Stjórnkerfi/Reglur og samþykktir)og/eða fá afhentar á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu.

( Ath. umsóknarfrestur framlengdur um 10 daga frá því sem segir í reglugerð, niðurstaða tilkynnt á sumardaginn fyrsta þann 20. apríl nk.)

Fh. menningar- og tómstundaráðs

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja.