Fara í efni
04.01.2006 Fréttir

Starfsfræðsluheimsókn nemenda Barnaskólans í Ráðhúsið.

Hópur nemenda úr 8. og 9. bekk Barnaskólans kom í heimsókn í Ráðhúsiðtil að fræðast um störf og skyldur þeirra sem þar starfa. Bergur bæjarstjóri tók á móti hópnum og sagði þeim ágrip af sögu hússins auk þess sem hann færði ne
Deildu

Hópur nemenda úr 8. og 9. bekk Barnaskólans kom í heimsókn í Ráðhúsið
til að fræðast um störf og skyldur þeirra sem þar starfa. Bergur bæjarstjóri tók á móti hópnum og sagði þeim ágrip af sögu hússins auk þess sem hann færði nemendum merki Vestmannaeyjabæjar að gjöf. Nemendurnir áttu síðan viðtöl við nokkra af starfsmönnum hússins sem þakka ánægjulega heimsókn þessara kurteisu og áhugasömu ungmenna.