Aðstoð í eldhúsi á Frístund í Hamarsskóla.
Skólaliði í Hamarsskóla. Möguleiki er á að sameina þessi tvö störf í eitt 80 % starf.
Afleysing skólaliða, í Barna – og Hamarsskóla, tímavinna.
Aðstoð í eldhúsi
Frístundaverið í Hamarsskóla óskar eftir að ráða aðstoð í eldhúsi í um 35 % stöðu. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum frá 13:00-16:00. Einnig eru 30 dagar yfir skólaárið þar sem er opið frá 07:45-16:30. Starfsmaður vinnur á sumrin í sumarfjörinu. Viðkomandi starfar í eldhúsi við matarskömmtun og þrif og fær að jafnaði nákvæma leiðsögn frá næsta yfirmanni.
Helstu verkefni:
- Að undirbúa síðdegishressingar alla virka daga skólaársins.
- Að undirbúa morgun hressingar og matarskömmtun í hádegi þegar við á þessa 30 daga sem opið er allan daginn á frístund
- Þrif á eldhúsi og í matsal
- Vinna með börnum
Skólaliði í Hamarssskóla:
Staðan felur í gæslu á göngum og ræstingu í skólahúsnæðinu. Starfshlutfall er um 50-60%, vinnutími er frá: 08:00 – 13:00.
Helstu verkefni:
- Skólaliði aðstoðar nemendur í leik og starfi og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans
- Hefur umsjón með nemendum í frímínútum úti og inni, og á göngum, aðstoðar nemendur í anda Uppeldis til ábyrgðar og leiðbeinir þeim í samskiptum, reynir að sætta deilur og gætir þess að skólareglur séu virtar.
- Sinnir gangavörslu á morgnana fram að kennslu.
- Annast almenna gangavörslu og eftirlit með umgengni nemenda um skólann og meðferð þeirra á munum og búnaði í eigu
- Aðstoðar nemendur ef með þarf við að ganga frá fatnaði sínum.
- Sér um daglega ræstingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri samkvæmt vinnuskipulagi skólans.
Afleysing skólaliða, tímavinna. Barna –og Hamarsskóli:
Þessi staða sem um ræðir er afleysing, viðkomandi þarf að geta komið til vinnu eftir þörfum og oft með litlum fyrirvara. Afleysing getur verið bæði i Barna – og Hamarsskóla.
Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá skólastjóra GRV Önnu Rós Hallgrímsdóttur í síma 488 2202 eða í tölvupósti annaros@grv.is.
Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúin í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg
Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda.
Umsækjandi þarf að hafa náð 18. ára aldri. Laun miðast við og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey. Umsókn sendist á annaros@grv.is merkt viðkomandi starfi sem sótt er um.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Umsóknarfrestur er til 16. maí 2023
