Áhersla er lögð á að viðkomandi hafi ríka þjónustulund, góða tungumálakunnáttu, brennandi áhuga á verkefninu, sem og staðgóða þekkingu á sögu Vestmannaeyja almennt.
Um er að ræða tímabundin störf frá 15. maí til 1. september. Bæði heilsdags- og hlutastörf.
Umsóknir sendist fyrir 20. apríl nk. til Kristínar Jóhannsdóttur safnstjóra á kristin@vestmannaeyjar.is frekari upplýsingar eru veittar í síma 4882000 eða 8466497