Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu og ánægju af störfum með börnum, góða skipulags- og stjórnunarhæfileika og gjarnan fagmenntun sem hentar fyrir starfið. Laun skv. kjarasamningi STAVEY og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að geta hafið störf þann 1. ágúst n.k.
Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, í þjónustuverum Vestmannaeyjabæjar í Landsbankahúsinu við Bárustíg og í Rauðagerði og skal skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k.
F.h. fjölskyldu- og fræðslusviðs
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi
erna@vestmannaeyjar.is
488-2012