Fara í efni
08.12.2020 Fréttir

Starf ráðgjafa hjá skólaþjónustu Vestmannaeyja 50% staða

Laust er til umsóknar nýtt starf ráðgjafa hjá skólaþjónustu Vestmannaeyja. 

Deildu

Ráðgjafinn starfar í þverfaglegu samstarfi við kennsluráðgjafa, sérkennsluráðgjafa, sálfræðing, fræðslufulltrúa, umsjónarþroskaþjálfa, starfsfólk leik- og grunnskóla, velferðarþjónustu og aðra sérfræðinga.
Um er að ræða ráðgjafarstarf þar sem áhersla er lögð á stuðning við nemendur með sérþarfir, fjölskyldur þeirra og ráðgjöf til stofnana á fræðslusviði.

Helstu verkefni

  • Tekur þátt í fagteymum og þverfaglegu samstarfi á fjölskyldu- og fræðslusviði.
  • Veitir ráðgjöf vegna barna í leik- og grunnskóla með ýmiss konar frávik og barna sem eiga í hegðunar-, náms- og/eða félagslegum vanda.
  • Er tengiliður nemenda með sérþarfir og situr teymisfundi vegna þeirra í skóla.
  • Sér um fyrirlögn á skimunum, t.d. vegna gruns um röskun á einhverfurófi.
  • Metur stuðningsþörf í leikskólum í samráði við sérkennsluráðgjafa leikskóla.
  • Skipuleggur SIS mat grunnskólabarna í samráði við fræðslufulltrúa og fylgir niðurstöðum eftir.

Menntun og hæfnikröfur

  • Háskólamenntun (BA/BS/B.Ed.) og reynsla sem nýtist í starfi, s.s. á sviði kennslufræða, sálfræði, uppeldis- og menntunarfræða, þroskaþjálfunar eða félagsráðgjafar.
  • Reynsla af teymisvinnu og þverfaglegu samstarfi er kostur.
  • Þekking og reynsla á sviði uppeldis- og hegðunarmótandi aðferða er kostur.
  • Þekking og reynsla af vinnu með börnum með einhverfu, ADHD, hegðunar-, náms- og félagslegan vanda.
  • Þekking á CARS skimunartæki vegna gruns um röskun á einhverfurófi er kostur.
  • Góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi SÍS og viðkomandi stéttarfélags.

Hreint sakavottorð er skilyrði.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsókn á netfangið drifagunn@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og að auki kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið og ástæðu umsóknar. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni og uppruna.

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í janúar 2021.

Starfshlutfall er 50%

Umsóknarfrestur er til og með 29. desember 2020.

Nánari upplýsingar veitir

Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi - drifagunn@vestmannaeyjar.is – 488 2000