Starfssvið:
- hafnsaga mengunar- og umhverfismál
- hafnarvernd
- afleysing hjá Vestmannaeyjahöfn
- móttaka farþegaskipa
- almenn hafnarvarsla
- önnur tilfallandi verkefni
Menntun og reynsla:
- skipstjórnarréttindi B (2. stig)
- slysavarnarskóla sjómanna
- hafa siglt sem skipstjóri eða stýrimaður um Vestmannaeyjahöfn og vera nákunnugur siglingaleiðum á svæðinu
- bílpróf
- verndarfulltrúaréttindi og vigtarréttindi (æskilegt).
Hæfniskröfur:
- góð tölvukunnáttu
- góð íslensku- og enskukunnátta
- sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
- samskiptahæfni, lipurð og færni í mannlegum samskiptum
- áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum
- hafa fullnægjandi heilbrigðisvottorð
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra Björk, hafnarstjóri, í síma 488 2545 eða í gegnum netfangið: dora@vestmannaeyjar.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama til þess að sækja um starfið óháð kyni.
Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum skal fylgja umsókn. Skila skal umsókn á netfangið postur@vestmannaeyjar.is og merkja „Vestmannaeyjahöfn“. Einnig er hægt að skila umsóknum til bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst nk.
