Rétt fyrir hádegi kom Fure Valo til hafnar sem er stærsta olíuskip sem komið hefur til Vestmannaeyja. Fure Valo IMO 9739836 er 150 metra langt og 23 metra breitt. Starfsmönnum hafnarinnar ásamt áhöfn gekk vel að koma skipinu að bryggju en búið er að undirbúa komu skipsins undanfarna daga. Fure Valo mun vera í Vestmannaeyjahöfn fram á kvöld.
Mikil umsvif eru í Friðarhöfn í dag og næstu daga og viljum við biðja bæjarbúa að taka tillit til þeirra fjölmörgu starfsmanna sem eru við vinnu á svæðinu og takmarka alla umferð um hafnarsvæðið bæði akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda.
