Fara í efni
28.07.2006 Fréttir

Staða framkvæmdarstjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar er laus til umsóknar.

Fjölskyldu- og fræðslusvið fer með öll málefni leik- og grunnskóla auk félagsþjónustu og æskulýðsmála. Það fellur undir skólamálaráð, fjölskylduráð og menningar- og tómstundaráð. Undir sviðið heyrir meðal annars: þrír leikskólar, grunnskóli með tv
Deildu

Fjölskyldu- og fræðslusvið fer með öll málefni leik- og grunnskóla auk félagsþjónustu og æskulýðsmála. Það fellur undir skólamálaráð, fjölskylduráð og menningar- og tómstundaráð. Undir sviðið heyrir meðal annars: þrír leikskólar, grunnskóli með tveimur starfsstöðvum, listaskóli, sambýli, verndaður vinnustaður og Hraunbúðir dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra. Á sviðinu starfa um 250 manns.

Starfssvið:

- Yfi rumsjón og stjórnun fræðslu- og félagsmála í umboði fagráða.
- Undirbýr mál fyrir fagráð og sér um að framfylgja samþykktum þeirra.
- Stýrir stefnumótunarvinnu á sviðinu.
- Leiðir þróun og innleiðingu nýrra hugmynda og úrræða í þjónustu sviðsins.
- Ber ábyrgð á allri áætlanagerð og fjárhagsáætlun fyrir fjölskyldu- og fræðslusvið.
- Leiðir samráð við félagasamtök og aðra hagsmunaaðila um velferðarmál.
- Þátttaka í samstarfi sviðsstjóra í yfi rstjórn bæjarins.
- Leiðir samstarf við aðra opinbera aðila í velferðarmálum innan lands og utan.

Menntunar- og hæfniskröfur:

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem viðurkennt próf í viðskiptafræði, mannauðsstjórnun, félagsvísindum eða stjórnun.
- Þekking og reynsla í stjórnun og á sviði mannauðsmála.
- Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni í að koma fram og tjá sig í tali og skrifuðu máli.
- Hæfni til að tjá sig á ensku og einu norrænu tungumáli.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi .

Vestmannaeyjabær er eftirsóknarverður vinnustaður
sem hentar jafnt báðum kynjum.

Umsóknarfrestur er til 11. ágúst.

Allar nánari upplýsinar gefur Elliði Vignisson
bæjarstjóri í síma 488-2000 og ellidi@vestmannaeyjar.is.