Viðkomandi skal hefja störf sem fyrst eða eftir samkomulagi við leikskólastjóra
Helstu verkefni og ábyrgð:
· Á skólaárinu 2019-2020 verður hugsmíðahyggjan innleidd sem uppeldisstefna leikskólans. Aðstoðarleiskólastjóri vinnur náið með leikskólastjóra og öðru starfsfólki að innleiðingu stefnunnar og þeim verkferlum og áherslum í faglegu starfi sem hugsmíðahyggjan felur í sér.
· Vinnur með skólastjóra að stjórnun leikskólans og við framkvæmd og skipulagningu skólastarfsins.
· Tekur þátt í faglegri samvinnu leik- og grunnskóla þar sem markmið framtíðarsýnar Vestmannaeyjabæjar eru höfð að leiðarljósi.
· Að öðru leiti er vísað í starfslýsingu FSL um starf aðstoðarleikskólastjóri
Hæfniskröfur:
· Leikskólakennaramenntun og kennslureynsla í leikskóla.
· Menntun og reynsla í stjórnun æskileg.
· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
· Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
· Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til 23. apríl n.k. Umsóknir berist til leikskólastjóra, á netfangið bjarney@vestmannaeyjar.is „Aðstoðarleikskólastjóri Kirkjugerði“.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla.
Vestmannaeyjabær hvetur karla jafnt sem konur að sækja um stöðuna.