Fara í efni
07.04.2020 Fréttir

Spurt og svarað um stöðuna í Vestmannaeyjum - upptaka

Deildu

Undanfarinn sólahring hafa bæjarbúar getað lagt inn spurningar til Aðgerðastjórnar Almannavarna í Vestmannaeyjum. Notast var við kerfið slido.com þar sem að bæjarbúar gátu gefið þegar innlögðum spurningum stig og þannig aukið vægi spurningar. Margar mjög áhugverðar spurningar komu fram og í þessu myndbandi er leitast við að svara þeim á skilmerkilegan hátt. þau sem að sátu fyrir svörum voru: Páley Borgþórsdóttir, Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hjörtur Kristjánsson sóttvarnarlæknir. Upptökuna má sjá hér  Uppfært: Á þeim 12 klukkustundum sem liðnar eru frá því að upptakan var sett inn hafa yfir 700 manns horft á hana.