Færri hafa komist að en vilja síðan völlurinn var tilbúinn.
Eyjólfur Sverrisson, Arnar Sigurmundsson formaður bæjarráðs, formaður nemendaráðs Hamarsskóla Sara Sjöfn Grettisdóttir ofl. héldu stutt ávörp, þökkuðu styrktarsaðilum og öðrum sem komið hafa að málinu þegar völlurinn var formlega vígður í morgun. Fjölmennt var við athöfnina m.a. starfsmenn Vestmannaeyjabæjar, Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri, en Sparisjóðurinn styrkti gerð vallarins rausnarlega og aðrir fulltrúar styrktaraðila sem voru frá Olís, Eimskip, Vis, og KB. MTV bauð í kaffi á eftir og heildverslun Karls Kristmannssonar bauð öllum nemendum upp á Kjörís.
Sparkvöllurinn var settur upp í samvinnu Vestmannaeyjabæjar og KSÍ og styrktaraðila. Eyjólfur Sverrisson, fyrrum landsliðsfyrirliði og starfsmaður KSÍ, óskaði Eyjamönnum til hamingju með nýja völlinn,.Hann afhenti einnig ÍBV- íþróttafélagi fótbolta frá styrktaraðilum KSÍ og Halldóru Magnúsdóttir, skólastjóra, tvo bolta til að nota á vellinum. Eyjólfur bað krakkana og aðra sem koma til með að nota vellina jafnframt að fara vel með hann og umgangast hann með virðingu.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.