Ákveðið hefur verið að setja sparkvöll við Barnaskólann og var fyrsta skóflustungan tekin á laugardaginn, degi skólans. Tvö ungmenni sáu um verkið, þau Arnar Smári Gústafsson í 6. AJ og Guðný Ósk Ómarsdóttir í 6. SG. Framkvæmdir hefjast strax og á völlurinn að vera tilbúinn áður en skólahald hefst að afloknu sumarleyfi. Verkefni þetta er unnið í samstarfi bæjarins við Knattspyrnusamband Íslands. Framkvæmd verksins verður í höndum fyrirtækisins Einar og Guðjón s.f.
Umhverfis- og framkvæmdasvið.