Fara í efni
20.09.2005 Fréttir

Sparkvellirnir vígðir.

Miðvikudaginn 21. september verður formleg vígsla sparkvallanna sem Vestmannaeyjabær hefur komið upp í samvinnu við KSÍ, við grunnskóla bæjarins. Fulltrúar frá KSÍ verða viðstaddir, Bergur E. Ágústson bæ
Deildu

Miðvikudaginn 21. september verður formleg vígsla sparkvallanna sem Vestmannaeyjabær hefur komið upp í samvinnu við KSÍ, við grunnskóla bæjarins.

Fulltrúar frá KSÍ verða viðstaddir, Bergur E. Ágústson bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar Lúðvík Bergvinsson, formaður bæjarráðs Arnar Sigurmundsson , landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Eyjólfur Sverrisson og fleiri fulltrúar verða viðstaddir athöfnina. Allir velkomnir. Fyrri vígslan hefst við Hamarskóla kl. 10:30 og sú seinni við Barnaskólann kl. 13:00.

Sjá nánar dagskrárnar hér fyrir neðan.

Athöfnin við Hamarsskóla hefst kl. 10.30

Dagskrá:

  • Stutt ávörp: Fulltrúi KSÍ, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri, og formaður bæjarráðs Arnar Sigurmundsson.
  • Gjafir gefnar
  • Boltar frá UEFA til skóla
  • Styrktaraðilar gefa bolta til ÍBV-íþróttafélags
  • Klippt á borða
  • Knattspyrnuleikur
  • Allir nemendur fá gefins ís frá Kjörís
  • Kaffiveitingar í skóla fyrir gesti.

Athöfnin hefst við Barnaskólann kl. 13.00

Dagskrá:

  • Stutt ávörp: Fulltrúi KSÍ, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar Lúðvík Bergvinsson.
  • Gjafir gefnar
  • Boltar frá UEFA til skóla
  • Styrktaraðilar gefa bolta til ÍBV-íþróttafélags
  • Klippt á borða
  • Knattspyrnuleikur
  • Allir nemendur fá gefins ís frá Kjörís
  • Kaffiveitingar í skóla fyrir gesti.

*Athafnirnar eru háðar flugi til Eyja, þar sem fulltrúar KSÍ munu koma með flugi snemma morguns.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.