Safnaðarheimilinu Landakirkju, miðvikudaginn 23. nóv. kl. 20.00.
Samtök um sorgarviðbrögð og missi í Vestmannaeyjum bjóða uppá fræðslufund um sorg við upphaf aðventu. Erindi flytur sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur Landakirkju, og verður það með líku sniði og erindi um ?sorg í nánd jóla", sem haldið var við upphaf aðventunnar í fyrra. Farið verður yfir algeng viðbrögð við missi, sem gjarnan koma fram hjá ástvinum þeirra, sem fallið hafa frá, einmitt þegar líður að hátíðum og stórum stundum í lífi eftirlifenda. Fjallað verður um reynsluna af sorg og kvíða þrátt fyrir að við væntum gleðilegra jóla. Eftir erindið verða umræður og spjall um málefnið og um algeng tilfinningaleg viðbrögð. Fundurinn fer fram í Safnaðarheimili Landakirkju og er gengið inn frá Skólavegi. Fundurinn er öllum opinn, aðgangseyrir er enginn. Að samtökunum um sorgarviðbrögð og missi standa Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Félagsþjónustan og Landakirkja með stuðningi kvenfélaganna Líknar, Eykyndils og Landakirkju.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.