Fara í efni
27.01.2005 Fréttir

Söngkeppni Samfés í Höllinni

Gleðisveit Guttorms, Armæða og fleiri meðal skemmtiatriða á laugardaginn kemur. Kynnir erlendur gleðipinni, rappari sem hlustar á FM957. Félagsmiðstöðin Féló tekur þátt í ýmsum unglingasa
Deildu

Gleðisveit Guttorms, Armæða og fleiri meðal skemmtiatriða á laugardaginn kemur. Kynnir erlendur gleðipinni, rappari sem hlustar á FM957.

Félagsmiðstöðin Féló tekur þátt í ýmsum unglingasamskiptum um allt land og hefur nú haft frumkvæði af að fá hingað og skipuleggja Söngkeppni Samfés, sem haldin verður í Höllinni á laugardaginn kemur.  Málið var kynnt á síðasta fundi MTV og fagnaði ráðið framtakinu og styður við bakið á beiðni um ákveðna fyrirgreiðslur tilhanda ungmennunum meðan á dvöl þeirra stendur hér.

Sjá nánar af vef Féló.

Eins og sögur hafa farið af verður haldin stærsta söngkeppni aldarinnar í Höllinni á laugardaginn. Húsið mun opna kl. 19.30 fyrir þá sem vilja sjá keppnina, en opið er fyrir 8., 9. og 10. bekk. Ættingjar keppenda hafa þó fengið undanþágu á því að sjá keppnina. 1000 kall kostar inn og er áætlað að keppninni ljúki um 24.00. Meðal skemmtiatriða er Gleðisveit Guttorms, Armæða og fleira. Kynnir kvöldsins er heimsfrægur erlendur rappari sem hlustar á FM957.

Fyrir gestina okkar verður matur frá 18.30 - 19.30 og mun Einar Björn reiða fram flamberaðar kjúklingabringur með hunangssósu eða hvað, það kemur í ljós

Sjá nánar á www.eyjar.is/felo

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.