Smíða og kofaleikvöllur
Smíða- og kofaleikvöllur verður starfræktur í júlí fyrir 4. 5. og 6. bekk á lóð Bjarnaborgar. Starfsemi hefst fimmtudaginn 1. júlí kl. 13.00, skráning og greiðsla innritunargjalds 1500 krónur fer fram á staðnum. Umsjónarmaður verður Vilhjálmur Vilhjálmsson. Nánari upplýsingar í síma 6995635 hjá Jóhanni Guðmundssyni.
Íþrótta-og æskulýðsráð Vestmannaeyja.