Ársskýrsla 2006
Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út 12 sinnum á árinu 2006. I fimm tilfellum var kallað út í íbúðarhús, einu sinni vegna ammoníak leka í frystihúsi, tvisvar var óskað eftir að reykræsta í heimahúsi. Þá var talsverður bruni í fiskimjölverksmiðju Ísfélagsins. Einnig hefur slökkviliðið verið kallað út vegna minniháttar atvika svo sem vegna elds í bílum, gámum, og allskonar rusli. Þá heimsóttu við 9 fyrirtæki og stofnanir og vorum með eldvarnakynningu. Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar verið er að dæla bensíni hér í land og voru þessar vaktir 11 á árinu.
Æfingar liðsins á árinu voru 27 talsins. Auk þess kom Brunamálaskólinn með námskeið til Eyja þetta var 30 klst námskeið um björgunartækni, rústabjörgun,vatnsöflun, verðmætabjörgun og akstur og staðsetningar 15 slökkviliðsmenn sóttu námskeiðið. Þá kom nú í haust starfsmaður Brunamálastofnunar og var með fyrirlestur um vatnsöflun.
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í Eldvarnaviku Landssambands Slökkviliðsmanna í byrjun desember. Þá heimsóttu öll 8 ára börn úr grunnskólunum slökkvistöðina, þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnunum sýnd tæki og tól slökkviliðsmanna.
Nýlunda var að slökkviliðsmenn stóðu við helstu verslanir bæjarins á aðventunni og kynntu brunavarnir í heimahúsum.
Bæjarbúar tóku þessu mjög vel.
Vestmannaeyjum 8 jan 2007.
Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri.