Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn til að vinna í góðu samstarfi við skólastjóra Hamarsskóla og deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála að því að viðhalda þeim góða skólabrag sem einkennt hefur skólastarf í Vestmannaeyjum.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2024.
Frá og með haustinu 2024 verða starfandi tveir grunnskólar í Vestmannaeyjum, Hamarsskóli með nemendur í 1. – 4. bekk og Barnaskóli Vestmannaeyja með nemendur í 5. – 10. bekk. Nemendur Barnaskóla Vestmannaeyja eru um 300 talsins og starfsmenn um 60. Barnaskóli Vestmannaeyja er elstur skóla í Vestmannaeyjum og hefur starfað samfellt frá árinu 1880.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Veita faglega forystu og leiða í samstarfi skólastjórnenda og skólaskrifstofu þróun skólastarfs í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins og lög um grunnskóla.
- Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi Barnaskóla Vestmannaeyja.
- Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.
- Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða og/eða farsæl stjórnunarreynsla.
- Staðgóð þekkingu á skólamálum í Vestmannaeyjum, þ.m.t. verkefninu Kveikjum neistann.
- Þekking á uppeldis- og uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar.
- Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.
- Hæfni í samskiptum og metnaður til árangurs.
- Reynsla í fjármálastjórnun er kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ). Næsti yfirmaður er deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála.
Umsóknafrestur er til 15.03.2024. Umsóknir óskast sendar á www.hagvangur.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum tveggja umsagnaraðila, stutt kynning á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál, faglega reynslu og færni sem nýtist í starfi.
Nánari upplýsingar veita: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, jonp@vestmannaeyjar.is og Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.
Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm að sækja um starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
