Jafnframt eru forráðamenn sem aka börnum sínum í skólann hvattir til að skoða heppilegustu akstursleiðirnar. Mikilvægt er að skoða hvar hentar best að skila börnunum af sér til að þau séu sem öruggust í umferðinni og til að koma í veg fyrir umferðarteppu. Jafnframt eru foreldrar sem aka börnum í skólann hvattir til þess að sameinast um aksturinn og skiptast á að aka þeim þannig að það séu sem fæstir bílar á ferð við skólana.
Benda má á akstursleið að Hamarskóla úr vestri (Goðahraunsmegin) þar sem er að finna gott rými fyrir bíla og örugga gönguleið fyrir börnin að skólanum. Einnig er vert að benda foreldrum barna sem fara í Hamarsskóla á, að það er örugg og stutt gönguleið frá Íþróttahúsinu að Hamarsskóla þannig að foreldrar sem koma austan að geta ekið börnum sínum að íþróttahúsinu og látið þau ganga þaðan.
Eins og við vitum öll er hreyfing talin afar mikilvægur þáttur í heilsurækt. Því viljum við eindregið hvetja foreldra til að stuðla að því að börn þeirra gangi sem oftast í og úr skóla og hvetjum jafnframt alla akandi vegfarendur að taka fyllsta tillit til barnanna sem eru á ferð um götur bæjarins. GÆTIÐ AÐ BÖRNUNUM! AKIÐ VARLEGA!
Með samstarfskveðju,
f.h. fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi
Meðfylgjandi mynd er af 1.J.A. og kennara þeirra, myndina tók Júlíus Ingason