Starf skólaliða felst m.a í aðstoð við nemendur í leik- og grunnskóla, gæslu og þrifum á skólahúsnæði.
Áhugi og reynsla á að vinna með börnum og reynsla við ræstingarstörf er kostur. Hreint sakavottorð er skilyrði.
Umsóknir skulu berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar: https://www.vestmannaeyjar.is/thatttaka/umsoknir/ Eða með tölvupósti á annaros@grv.is .
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri í síma 488-2202, annaros@grv.is Einnig má hafa sambandi við Guðrúnu Ágústu Möller húsvörð í Hamarsskóla s:8614363 og/eða Kristján Egilsson húsvörð í Barnaskóla s: 8614362
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020
Umsóknarfrestur er til 29. ágúst. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningar.
