Fara í efni
22.08.2022 Fréttir

Skólaliðar óskast í Grunnskóla Vestmannaeyja

Grunnskóli Vestmannaeyja auglýsir laust til umsóknar starf skólaliða í Barnaskóla og Hamarsskóla. Starf skólaliða felst m.a í aðstoð við nemendur í leik- og grunnskóla, gæslu og þrifum á skólahúsnæði.

Deildu

Óskað er eftir skólaliða í Barnaskóla:

Staðan felur í sér að mestu leyti ræstingu í skólahúsnæðinu eftir að skóla lýkur og gæslu á göngum í lok skóladags. Starfshlutfall er um 30%, vinnutími er: Mánudagar og þriðjudagar frá: 14:00-16:00, miðvikudagar og fimmtudagar frá: 13:30-16:00 og föstudagar frá: 13:00-15:00.
Möguleiki á afleysingu á morgnana með þessu starfi. 

Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Óskað er eftir skólaliða í Hamarssskóla:

Staðan felur í gæslu og ræstingu í skólahúsnæðinu. Starfshlutfall er um 65%, vinnutími er frá: 7:45 – 13:00.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Afleysing skólaliða, tímavinna. Barna –og Hamarsskóli:

Þessi staða sem um ræðir er afleysing, viðkomandi þarf að geta komið til vinnu eftir þörfum og oft með litlum fyrirvara. Afleysing getur verið bæði i Barna –og Hamarsskóla.
Áhugi og reynsla á að vinna með börnum og reynsla við ræstingarstörf er kostur.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. 


Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri í síma 488-2202, annaros@grv.is. Einnig má hafa samband við Guðrúnu Ágústu Möller húsvörð í Hamarsskóla s: 8614363 og/eða Kristján Egilsson húsvörð í Barnaskóla s: 8614362

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið. Hreint sakavottorð er skilyrði.

Launakjör eru greidd samkvæmt kjarasamningi SÍS og Stavey eða Drífanda.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknir skulu berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða með tölvupósti á annaros@grv.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Umsóknarfrestur er til 7. september nk.