Fara í efni
19.10.2005 Fréttir

Skólaheimsókn í Vinnslustöðina

Á undanförnum árum hefur Vinnslustöðin boðið nemendum og kennurum 7. bekkja í heimsókn þar sem þeir hafa fengið fræðslu um starfsemi fyrirtækisins sem byggir á fiskvinnslu og veiðum. Heimsókninni lauk me
Deildu

Á undanförnum árum hefur Vinnslustöðin boðið nemendum og kennurum 7. bekkja í heimsókn þar sem þeir hafa fengið fræðslu um starfsemi fyrirtækisins sem byggir á fiskvinnslu og veiðum. Heimsókninni lauk með pissu veislu. Í gær voru nemendur Barnaskólans í vel heppnaðri heimsókn þar sem þeir voru skólum sínum og forráðamönnum til sóma með góðri hegðun og framkomu. Fræðsluyfirvöld þakka þetta framtak Vinnslustöðvarinnar sem er gott innlegg í nám nemenda og þekkingu þeirra á eigin bæjarfélagi og mikilvægi fiskiðnaðarins fyrir land og þjóð.

Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi