Fara í efni
14.04.2020 Fréttir

Skólahald GRV

Miðvikudaginn 15. apríl hefst skóli á ný, skólahald verður með sama hætti og áður en til fjarkennslu kom. 

Deildu

Ljóst er að starfsemi og þjónusta skólans verður með þeim viðmiðum og takmörkunum á skólahaldi sem sett voru á 13. mars sl og gilda til 4. maí. Allt skipulag skólahalds miðast að því að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum yfirvalda um samkomubann en nánari upplýsingar um þau má sjá hér

· Nemendur verða 4 kennslustundir á dag í skólanum, 3 klukkutíma. Þeir verða aðeins í sínum bekk og mæta árgangarnir á ólíkum tímum, sjá nánari upplýsingar um það á heimasíðu skólans.. Umsjónarkennari sér um kennslu en önnur kennsla fellur niður, sem og íþróttir, lotutímar, valáfangar o.fl.

· Umsjónarkennarar munu vera í góðu sambandi við sína nemendur og senda frekari upplýsingar til foreldra.