Guðný Gunnlaugsdóttir sundkennari tók fyrstu skóflustunguna og aðstoðaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hana við verkið. Elliði Vignisson bæjarstjóri fór svo yfir hönnun svæðisins fyrir viðstadda , m.a. leikskólabörn sem voru dugleg að segja bæjarstjóranum hvar þau ætluðu að leika sér. Í máli Elliða kom m.a. fram að á hinu nýja útisvæði yrði rennibraut sem væri hvergi að finna annarsstaðar hér á landi. Þá sagði Elliði að stefnt yrði að því að ljúka gerð útisvæðisins fyrir Shellmótið næsta sumar.
Hér að neðan er hægt að sjá hönnun svæðis á pdf. skjölum.