Fara í efni
19.11.2008 Fréttir

Skóflustunga tekin að nýju útisvæði við sundlaugina

Mánudaginn 17 nóv. var tekin fyrsta skóflustunga að nýju og glæsilegu útisvæði við sundlaug Vestmannaeyja. Búið er að fullhanna svæðið og verða m.a. tvær stórar rennibrautir á svæðinu, tvær barna rennibrautir, sólbaðslaug, vaðlaug, þrír heitir pottar og sérstakt barnasvæði. Svæðið er hannað af Pétri Jónssyni landslagsarkitekt í samvinnu við vinnuhóp Vestmannaeyjabæjar.
Deildu

Guðný Gunnlaugsdóttir sundkennari tók fyrstu skóflustunguna og aðstoðaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hana við verkið. Elliði Vignisson bæjarstjóri fór svo yfir hönnun svæðisins fyrir viðstadda , m.a. leikskólabörn sem voru dugleg að segja bæjarstjóranum hvar þau ætluðu að leika sér. Í máli Elliða kom m.a. fram að á hinu nýja útisvæði yrði rennibraut sem væri hvergi að finna annarsstaðar hér á landi. Þá sagði Elliði að stefnt yrði að því að ljúka gerð útisvæðisins fyrir Shellmótið næsta sumar.

Hér að neðan er hægt að sjá hönnun svæðis á pdf. skjölum.

mynd 1


mynd 2


mynd 3